Ný miðstöð framþróunar í líftækni er orðin að veruleika

Velkomin í Frumuna – vettvang þar sem sprotafyrirtæki, fræðasamfélagið og líftækniiðnaðurinn sameinast í kraftmiklu samstarfi til að skapa framtíð líftækni á Íslandi.

Fruman

Líftæknisetur í fremstu röð

Fruman er ný miðstöð líftækni á Íslandi, stofnuð til að styðja við nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu. Upphaflega hýsti rýmið rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, en hefur nú verið breytt í frábæra aðstöðu fyrir framtíðarþróun líftækni á Íslandi.

Í Frumunni koma saman vísindamenn, nemar, sprotafyrirtæki og frumkvöðlar í líftækniiðnaði, í þeim tilgangi að stórefla vistkerfi líftæknigeirans, vísindarannsóknir og menntun á sviði líftækni. Alvotech mun jafnframt nýta hluta aðstöðunnar til að þjálfa framtíðarstarsfólk.

Hvað gerum við?

Fjórar stoðir framþróunar í Frumunni

Í Frumunni er að finna Alvotech Akademínuna, Nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, rannsóknarstofu fyrir líftæknikennslu Háskóla Íslands og fyrsta líftækniklasa á Íslandi.

Alvotech Akademían
Nýsköpunarsetur Alvotech
Líftækniklasi
Líftækninám við Háskóla Íslands

Alvotech Akademían

Í Alvotech Akademíunni fá framtíðarstarfsmenn tækifæri til að stunda fræðilegt nám ásamt því að fá verklega þjálfun. Þannig aukum við hæfni starfsfólks til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni.

Nýsköpunarsetur Alvotech

Markmið setursins er að rannsaka og þróa tækninýjungar, til framleiðslu á líftæknilyfjum og hliðstæðum þeirra. Þannig styður setrið við nýsköpun og áframhaldandi vöxt Alvotech.

Líftækniklasinn

Við erum stolt af því að geta boðið fram frábæra aðstöðu fyrir fyrsta líftækniklasann á Íslandi. Hér munu sprotafyrirtæki í líftækni geta fengið aðgang að fullkominni rannsóknaraðstöðu, tengslaneti, sérfræðiþekkingu og handleiðslu, auk þess að verða hluti af lifandi samfélagi sem hefur nýsköpun í líftækni að leiðarljósi.

Líftækninám við Háskóla Íslands

Fruman hýsir framúrskarandi rannsóknarstofu fyrir kennslu líftækni í samstarfi við Háskóla Íslands. Rannsóknarstofan veitir nemendum tækifæri til að öðlast raunhæfa reynslu af nýjustu tækni og vinnubrögðum. Þannig verða nemendur betur undirbúnir fyrir framtíðarstörf í líftækni.

Sýn okkar

Stuðningur við leiðtoga nýsköpunar í líftækni á Íslandi

Markmið okkar er að Fruman verði aðal miðstöð líftækni á Íslandi og að skapa umhverfi þar sem vísindauppgötvanir verða að veruleika, nýjar hugmyndir fá að blómstra og hæfileikar fái notið sín.

 „Fruman er meira en aðstaða, hún er samfélag. Samfélag sérfræðinga og frumkvöðla sem sameinast um að leggja grunn að nýrri og spennandi framtíð íslenskrar líftækni.“

Róbert Wessman

Stofnandi og forstjóri Alvotech

„Fruman er djarft skref fram á við fyrir líftækni á Íslandi. Hún er vettvangur sköpunar, samvinnu og nýrra tækifæra, sem mun styrkja fjórðu stoð íslensks efnahags til framtíðar.“

Jóhann G. Jóhannsson

Meðstofnandi og forstöðumaður fjármálamarkaða hjá Alvotech

„Með því að deila aðstöðu, þekkingu og tækifærum skapar Fruman umhverfi þar sem allir, nemendur, vísindamenn og frumkvöðlar, geta vaxið, þroskast og náð framúrskarandi árangri.“

Anna Garðarsdóttir

Verkefnastýra fyrir Frumuna

„Í Alvotech Akademíunni, sem er hluti af Frumunni, gefst núverandi og framtíðarstarfsmönnum Alvotech tækifæri til að stunda fræðilegt nám ásamt því að hljóta verklega þjálfun. Með því þróum við hæfni starfsfólksins til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni.“

Helena Sævarsdóttir

Aðstoðarforstöðumaður DS MFG hjá Alvotech

„Alvotech Akademían, sem er lykilhluti af Frumunni, sýnir þá áherslu sem við leggjum á efla líftækni á Íslandi með því að hlúa að menntun og þjálfun. Þar gefum við einstaklingum tækifæri til að hefja nýjan starfsferil, eða bæta við fyrri þekkingu og reynslu og stuðlum þannig að nýliðun og vexti í greininni.“

Joseph E. McClellan

Framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Alvotech

Vertu með okkur í liði

Taktu þátt í vaxandi samfélagi Frumunnar

Ert þú í forsvari fyrir sprotafyrirtæki sem leitar að fullkominni aðstöðu og leiðsögn bestu sérfræðinga?

Gakktu til liðs við Frumuna, fyrsta líftækniklasa á Íslandi og öðlastu aðgang að leiðsögn og samfélagi frumkvöðla til að þroska hugmyndir og vaxa.