Ný miðstöð framþróunar í líftækni er orðin að veruleika
Velkomin í Frumuna – vettvang þar sem sprotafyrirtæki, fræðasamfélagið og líftækniiðnaðurinn sameinast í kraftmiklu samstarfi til að skapa framtíð líftækni á Íslandi.
Líftæknisetur í fremstu röð
Fruman er ný miðstöð líftækni á Íslandi, stofnuð til að styðja við nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu. Upphaflega hýsti rýmið rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, en hefur nú verið breytt í frábæra aðstöðu fyrir framtíðarþróun líftækni á Íslandi.
Í Frumunni koma saman vísindamenn, nemar, sprotafyrirtæki og frumkvöðlar í líftækniiðnaði, í þeim tilgangi að stórefla vistkerfi líftæknigeirans, vísindarannsóknir og menntun á sviði líftækni.
Fjórar stoðir framþróunar í Frumunni
Í Frumunni er að finna Fruman Nýsköpunarsetur, þar sem frumkvöðlar og fyrirtæki vinna að þróun hugmynda og lausna í líftækni. Þar er einnig Fruman Lab – rannsóknar- og kennsluaðstaða sem styður við vísindalega nýsköpun og hagnýta þekkingu. Fruman Akademía býður upp á fræðslu og þjálfun fyrir nemendur og fagfólk í líftækni, og Fruman Líftæknisjóður veitir fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla nýsköpun og vöxt í greininni.

Fruman Nýsköpunarsetur
Fruman Nýsköpunarsetur er hraðall fyrir frumkvöðla í líftækni. Við styðjum verkefni frá hugmyndastigi og áfram með markvissum stuðningi, tengslaneti og aðgangi að sérfræðiþekkingu. Markmiðið er að hjálpa teymum að þróa hugmyndir sínar í raunhæf og sjálfbær verkefni.

Fruman Lab
Fruman Lab býður upp á fullbúna rannsóknaraðstöðu fyrir líftækni.Í boði eru sér rými eða sameiginleg rannsóknarrými, aðgangur að tækjum til leigu og stuðningur við uppsetningu og kaup á búnaði. Aðstaðan hentar bæði sprotafyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum.

Fruman Akademía
Fruman Akademía styður við menntun og hæfniuppbyggingu innan líftækni. Akademían tengir saman fræðslu, rannsóknir og þarfir atvinnulífsins í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Fruman Líftæknisjóður
Fruman Líftæknisjóður er fjárfestingarsjóður með áherslu á líftækni.Sjóðurinn styður verkefni og fyrirtæki á mismunandi þróunarstigum, bæði innan og utan Fruman vistkerfisins, og vinnur með frumkvöðlum að langtíma verðmætasköpun.
Stuðningur við leiðtoga nýsköpunar í líftækni á Íslandi
Markmið okkar er að Fruman verði aðal miðstöð líftækni á Íslandi og að skapa umhverfi þar sem vísindauppgötvanir verða að veruleika, nýjar hugmyndir fá að blómstra og hæfileikar fái notið sín.


„Fruman er meira en aðstaða, hún er samfélag. Samfélag sérfræðinga og frumkvöðla sem sameinast um að leggja grunn að nýrri og spennandi framtíð íslenskrar líftækni.“
Stofnandi og forstjóri Alvotech

„Fruman er djarft skref fram á við fyrir líftækni á Íslandi. Hún er vettvangur sköpunar, samvinnu og nýrra tækifæra, sem mun styrkja fjórðu stoð íslensks efnahags til framtíðar.“
Meðstofnandi og forstöðumaður fjármálamarkaða hjá Alvotech

„Hlutverk Frumunnar er að tryggja að líftæknitengdar hugmyndir verði ekki aðeins hugmyndir heldur raunveruleiki. Við sköpum umhverfi þar sem frumkvöðlar geta farið frá hugmyndastigi yfir í þróun með aðgang að sérhæfðri aðstöðu, þekkingu og tengslum við atvinnulíf og vísindi. Með þessu styrkjum við líftæknivistkerfið í heild sinni.“
Framkvæmdastjóri Frumunnar

„Fruman er lykilþáttur í líftæknivistkerfi Íslands. Með því að tengja frumkvöðla sem taka sín fyrstu skref í Gullegginu við aðstöðu, sérþekkingu og samfélag Frumunnar aukum við líkurnar á að öflugar líftæknihugmyndir verði að stöndugum fyrirtækjum.“
Framkvæmdastjóri KLAK
Taktu þátt í vaxandi samfélagi Frumunnar
Ert þú í forsvari fyrir sprotafyrirtæki sem leitar að fullkominni aðstöðu og leiðsögn bestu sérfræðinga?
Gakktu til liðs við Frumuna, fyrsta líftækniklasa á Íslandi og öðlastu aðgang að leiðsögn og samfélagi frumkvöðla til að þroska hugmyndir og vaxa.

